Þau 9 lið sem tryggðu sér áframhaldandi keppnisrétt í Suðurlandsdeildinni 2018 hafa tilkynnt að þau muni halda áfram. Því eru laus til umsóknar sæti fyrir 3 lið í Suðurlandsdeildinni 2018 sem hefur göngu sína að nýju eftir áramót í Rangárhöllinni á Hellu.

Við hvetjum alla sem áhuga hafa að sækja um sem fyrst en Umsóknarfrestur er til 25. október og skal skila umsóknum á rangarhollin@gmail.com.

Ein breyting hefur orðið á reglum Suðurlandsdeildar frá síðasta tímabili. Nú mega liðin skrá til leiks 2 eða 3 atvinnumenn ef þau kjósa svo. Áfram munu 2 atvinnumenn og 2 áhugamenn keppa í hvert sinn. Liðsskipan þarf að vera á hreinu fyrir 15. nóvember og þurfa liðin þá að hafa ákveðið hvort liðið er skipað 5 eða 6 knöpum. Engar breytingar verða leyfðar eftir þann tíma.

Ef fleiri en 3 lið sækja um verður dregið úr innsendum umsóknum.

 

Keppnisgreinarnar eru fjórar. Fjórgangur, fimmgangur, tölt og parafimi.

 

Suðurlandsdeildin er samstarfsverkefni Hestamannafélagsins Geysis og Rangárhallarinnar.

Skráningargjald er 130.000 kr.

UM SUÐURLANDSDEILDINA

 

Deildin er liðakeppni þar sem keppa 10-12 lið. Hvert lið á að skipa 2-3 atvinnumönnum og 3 áhugamönnum, tveir atvinnumenn og tveir áhugamenn keppa í hvert sinn. Liðin safna stigum og stendur það lið uppi sem sigurvegari sem flest stig hlýtur eftir mótin fjögur. Liðum er valfrjálst að skrá 2 eða 3 atvinnumenn (lið getur verið skipað 5 eða 6 knöpum) en sú skráning þarf að hafa farið fram fyrir auglýstan frest um liðsskipan hvers liðs fyrir hvert tímabil. Eftir að liðsskipan liðsins hefur verið send stjórn Suðurlandsdeildar verða engar breytingar á liðum leyfðar.

Atvinnumenn / Áhugamenn

Miðað er við að atvinnumenn séu allir þeir sem hafa keppt í 1. flokk (oftar en 3svar í sömu grein) eða meistaraflokk á keppnisárinu 2017. Áhugamenn séu allir aðrir. Á hverjum viðburði keppa tveir atvinnumenn og tveir áhugamenn. Áhugamenn mega keppa í flokki atvinnumanna en ekki öfugt. Hver knapi má aðeins vera skráður í eitt lið. Stjórn Suðurlandsdeildarinnar þarf að samþykkja liðsskipan og getur gert athugasemdir sem þarf að bregðast við.

Það verða fimm dómarar. Þrír knapar eru inná í einu. Að forkeppni lokinni verða tvenn A-úrslit. A-úrslit atvinnumanna og A-úrslit áhugamanna nema í parafimi verða ein úrslit. Bæði úrslit gefa jafn mörg stig. Stig eru reiknuð samkvæmt lokaniðurstöðu hverrar keppni. Með þessu móti hafa allir knapar  jafnt vægi innan liðsins. Deildin verður haldin á þriðjudögum.

Öllum fyrirspurnum er svarað á rangarhollin@gmail.com.

F.h. Stjórnar Suðurlandsdeildarinnar

Eiríkur Vilhelm Sigurðarson