Aðalfundur Geysis verður haldin í Rangárhöllinni miðvikudagskvöldið 6.mars og hefst kl 19:00.
 
Dagskrá:

1. Kosnir fastir starfsmenn fundarins.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.
3. Nefndir gefa skýrslur

  • Fræðslunefnd, mótanefnd, skemmtinefnd, reiðveganefnd, vetrarmótanefnd og æskulýðsnefnd.

4. Reikningar næstliðins árs.

5. Ákvörðun árgjalds til eins árs.

6. Lagabreytingar en til umræðu verða 2.,5.,6.,7.,8., 10., 11., 12., 15. og 16. grein.

7. Aðrar tillögur sem eru til afgreiðslu á fundinum

  • Tilkynna þarf stjórn með minnst viku fyrirvara tillögur sem bera á upp eða fá samþykki 2/3 fundarmanna.

8. Kosningar skv. 12. gr

  • Kjósa á um 3 aðalmenn í stjórn sem og 2 varamenn. Aðalmenn eru kosnir til tveggja ára en varamenn til eins árs.
Óskum eftir áhugasömum einstaklingum til starfa fyrir félagið.
 
Fjölmennum og tökum kvöldið frá og förum saman yfir störf félagsins á liðnu ári ásamt þeim verkefnum sem framundan eru.
 
Stjórnin.