Aðalfundur Geysis verður haldin í Rangárhöllinni miðvikudagskvöldið 6.mars og hefst kl 19:00.
Dagskrá:
1. Kosnir fastir starfsmenn fundarins.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.
3. Nefndir gefa skýrslur
- Fræðslunefnd, mótanefnd, skemmtinefnd, reiðveganefnd, vetrarmótanefnd og æskulýðsnefnd.
4. Reikningar næstliðins árs.
5. Ákvörðun árgjalds til eins árs.
6. Lagabreytingar en til umræðu verða 2.,5.,6.,7.,8., 10., 11., 12., 15. og 16. grein.
- Sjá lög félagsins hér á www.hmfgeysir.is
7. Aðrar tillögur sem eru til afgreiðslu á fundinum
- Tilkynna þarf stjórn með minnst viku fyrirvara tillögur sem bera á upp eða fá samþykki 2/3 fundarmanna.
8. Kosningar skv. 12. gr
- Kjósa á um 3 aðalmenn í stjórn sem og 2 varamenn. Aðalmenn eru kosnir til tveggja ára en varamenn til eins árs.
Óskum eftir áhugasömum einstaklingum til starfa fyrir félagið.
Fjölmennum og tökum kvöldið frá og förum saman yfir störf félagsins á liðnu ári ásamt þeim verkefnum sem framundan eru.
Stjórnin.