Framlengdur skráningarfrestur inná Íslandsmót Wr 6-9.júlí.
Vegna mikilla vandræða og tæknilegra örðugleika þá hefur verið ákveðið að lengja skráningarfrest til miðnættis í kvöld miðvikudagskvöld 28.júní.
Það mun koma keppnislisti inná hmfgeysir.is í dag yfir þær skráningar sem komnar eru þannig að knapar geta skoðað og leiðrétt ef vitleysur eru í síma 8637130
Hér fylgja líka með einkunnarlágmörk inná mótið.
Tilkynning frá keppnisnefnd LH um einkunnalágmörk á Íslandsmót fullorðinna 2017, sem haldið verður á Hellu dagana 6. – 9. júlí.
Samkvæmt lögum og reglum LH ber keppnisnefnd að gefa út lágmörk fyrir Íslandsmót á hverju ári, 3 mánuðum fyrir Íslandsmót. Það er parið, hesturinn og knapinn sem ná þurfa eftirfarandi lágmörkum. Vakin er athygli á því að einkunnir parsins mega vera allt að tveggja ára gamlar.
Tekin var ákvörðun um að setja lágmörkin þar sem gömlu meistaraflokkslágmörkin voru og eru þau sem hér segir:
Tölt T1 6,5
Fjórgangur V1 6,2
Fimmgangur F1 6,0
Tölt T2 6,2
Gæðingaskeið PP1 6,5
250 m skeið 26 sekúndur
150 m skeið 17 sekúndur
100 m skeið 9 sekúndur
Með keppniskveðju,
Skráningu lýkur í kvöld á Íslandsmót WR
Íslandsmót WR fullorðna verður haldið á Rangárbökkum við Hellu dagana 6-9.júlí 2017. Skráning er hafin og stendur til miðnættis miðvikudagsins 28.júní 2017. Öll skráning og greiðsla skráningargjalda fer fram í gegnum sportfengur.com undir skráningarkerfi og aðildarfélag mótsins er Geysir. Keppt verður í hefðbundnum greinum T1,T2,V1,F1,PP1(gæðingskeið),P1(250m skeið),P3(150m skeið),P2(100m skeið).
Önnur mikilvæg mál.
Þeir sem vantar hesthúspláss geta haft samband(hringt eða sent sms) við Hjörvar Ágústsson í síma 8480625.
Þeir sem hafa áhuga á að aðstoða okkur við framkvæmd mótsins á einhvern hátt(ritarar, þulir og fleira) geta haft samband(hringt eða sent sms) við Sóley Margeirsdóttir í síma 8677460.
Mótstjóri er Erlendur Árnason 8978551.
Skráningarvandamál áður en skráningarfrestur rennur út Ólafur Þórisson 8637130.
Drög að dagskrá og gæti breyst eftir því hvernig skráning er.
Fimmtudagur 6.júlí
Fimmgangur og Gæðingaskeið
Föstudagur 7.júlí
Fjórgangur, Slaktaumatölt, fyrsta og önnur umferð 150m og 250m skeið
Laugardagur 8.júlí
Tölt, öll B-úrslit, þriðja og fjóra umferð 150m og 250m skeið
Sunnudagur 9.júlí
A-úrslit og 100m skeið