Rangárhöllin er á Hellu hún var byggð árið 2008 og hefur bætt alla aðstöðu til muna hvort sem er til þjálfunar, reiðkennslu, sýninga svo ekki sé minnst á aðstöðu til upphitunar hvort sem er í gæðinga- eða íþróttakeppnum eða á kynbótasýningum.

Í Rangárhöllinni er frábær aðstaða til þjálfunar, kennslu og sýninga. Þjálfarar/tamningastöðvar geta keypt aðgang að Rangárhöllinni. Sjá nánar í verðskrá.

Suðurlandsdeildin og Vetrarmót Geysis eru haldin í Rangárhöllinni.

Rangárhöllin er í 49% eigu hestamannafélagisns Geysis og 51% eigu Héraðsnefndar Rangæinga. Um Rangárhöllina er rekstrarfélag, Rangárhöllin ehf, sem sér um rekstur hennar.

Umsjónarmaður Rangárhallarinnar

Gústav Magnús Ásbjörnsson
rangarhollin@gmail.com
S: 8630127