Þá líður senn að stóra deginum !
Æskulýðssýning Hestamannafélagsins Geysis verður haldin í Rangárhöllinni á Hellu 1.maí næstkomandi kl. 11.
Í vetur hefur gríðarlegur fjöldi barna lagt stund á hestamennsku í Rangárvallasýslu. Börnin eru á aldrinum 3-18 ára og nú er komið að því að þau sýni okkur hvað þau hafa lært.
Hvetjum sem flesta til að taka daginn frá og njóta með okkur.
Stjórn og Æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Geysis